Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Pistasíu og Dijon lambakóróna

Marta Rún ritar:

Hráefni:

Lambakóróna, 1 fyrir hverjar 2 manneskjur
1 Poki saltaðar pistasíuhnetur skellausar
2-3 Rósmarín stönglar smátt saxaðir
Dijon sinnep
Salt&pipar

Aðferð:

Byrjið á því að hreinsa aðeins fituna en passið að skera ekki í lundina.
Skerið aðeins á milli beinana þangað til þið komið að lundinni rétt svona 1-2 sentímetra á milli allra beinana.
Saltið og piprið lambið og nuddið smátt söxuðu rósmarín yfir allt.

Steikið lambakjötið á heitri pönnu til að loka kjötinu í 1-2 mínútur á hverri hlið og leggið til hliðar.
Saxið pistasíuhneturnar smátt í setjið í skál, bætið smá salti og pipar og 1 msk af olíu og hrærið saman.
Dreifið vel úr því á bretti eða stórum disk.

Penslið lambakjötið með dijon sinnepi og færið síðan yfir í pistasíuhneturnar og veltið báðum hliðum þannig að það sé vel þakið af hentum.
Setjið inni ofn á 200° í 20-25 mínútur eða þangað til að það er í kringum 60 gráðum fyrir miðlungssteikingu.

Berið fram með fersku salati, ofnbökuðum kartöflum og góðu rauðvíni.

Með þessari frábæru uppskrift mælir Víno með Ramon Roqueta Reserva

Bodegas Ramon Roqueta er vínhús í Katalóníu á Spáni sem sendir frá sér traust og vel gerð vín á frábæru víni eins og þetta rauðvín úr blödnunni Tempranillo og Cabernet Sauvignon sem hefur um nokkurt skeið verið eitt af ódýru „go to“-vínunum okkar. Þessar tvær þrúgur spila afskaplega vel saman, dökkrauð ber í nefi, aðallega kirsuber þótt þarna sé líka vottur af sólberjum, ávöxturinn umlukinn mildri eik, með smá kaffi og reyk. Mjúkt og þægileg. Afskaplega fágað og elegant fyrir vín í þessum verðflokki.

1.899 krónur. Frábær kaup, afskaplega flott fyrir þetta verð sem gefur víninu fjórðu stjörnuna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Share Post