Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Pastasalat

Marta Rún ritar:

Kalt pastasalat er frábær réttur á sumrin og gott að gera með fyrirvara til að geyma inní ísskáp. Þú getur gert stóra skál af pastanu með hvaða grænmeti sem þér finnst gott. Rétturinn er í raun bara eldað pasta með fersku grænmeti, ferskum mozzarella osta, og smá dressingu. Ótrúlega einfalt að búa til.

Hráefni

 • 500 g pasta af eigin vali
 • 2-4 gulrætur
 • 1 rauðlaukur
 • ferskur aspas
 • 1-2 stangabaunir
 • 1 pakki kirsuberjatómatar
 • 1 rauð paprika
 • 1 pakka litlar mozzarella kúlur

Dressing

 • 80 g ólífu olía
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 2 mask majónes
 • 1 tsk oregano
 • 1 tsk basil
 • Salt & pipar

Aðferð:

Blandið öllu vel saman í skál.

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum, sigtið vatnið frá og setjið í stóra skál. Hellið ólífuolíu yfir og hrærið saman og setjið inní ísskáp.
Sjóðið aspasinn og baunirnar í 2-3 mínútur og færið síðan yfir í skál með köldu vatni og klökum í nokkrar mínútur. Skerið aspasinn og baunirnar í litla bita ásamt grænmetinu og bætið við pasta skálina. Skerið mozzarella kúlurnar í helming og bætið þeim einnig við.
Blandið öllu vel saman ásamt dressingunni.

Kreistið sítrónu yfir ásamt smá salti og pipar og smakkið til.
Gott hvítvín eða rósavín passar fullkomalega með fersku og sumarlegu salati eins og þessu.

Með þessari ljúffengu uppskrift mælir Vino með Muga Rosado

Muga Rosado 2015

4starb_muga_rosado

Vinotek segir:

Rauðvínin frá hinu frábæra Rioja-húsi Muga hafa löngum átt sinn fasta aðdáendahóp hér á landi og hefur hann raunar farið ört vaxandi á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum kom hvítvínið frá Muga einnig í sölu og nú er Muga að blanda sér í rósavínsbaráttuna fyrir sumarið 2016. Eins og allt annað sem að Muga kemur nálægt er þetta afbragðsvín í sínum flokki.


Blandan er svolítið sérstök fyrir rósavín því að um þriðjungur hennar er hvíta þrúgan Viura til viðbótar við Garnacha (60%) og Tempranillo (10%). Víngerjunin er í stórum eikarámum sem gefur víninu aukna dýpt. Það er fallega laxableikt á lit og í nefinu er heillandi angan þar sem greina má jarðaber, hindber, börk af greipávexti og nýbakaðar smákökur. Það hefur góða fyllingu, ávöxturinn langur, þurrt.


2.599 kónur. Mjög góð kaup

Share Post