Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Pasta og Adobe Chardonnay

Karen Guðmunds ritar:

Hráefni:

 • 1 msk. olífuolía
 • 4 hvítlauksrif
 • 2 bollar af vatni
 • 2 kjúklingakrafts teningar
 • 1 bolli mjólk
 • 50gr ósaltað smjör
 • Hálfur pakki af fettuccine pasta
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Hálfur parmesan ostur, rifin
 • Ferskt steinselju saxað smátt

Aðferð:

 1. Hitið olífuolíuna á stórri pönnu á miðlungsháum hita. Bætið við kreistum hvítlauk og eldið í 2 mínútur.
 2. Bætið við mjólk, vatni, kjúklingateningum, smjöri og pastanu. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.
 3. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið því hitann og leyfið pastanu að sjóða í 20 mínútur.
 4. Bætið við rifnum parmesan osti. Ef ykkur finnst sósan vera of þykk á þessu stigi er gott að bæta við smá auka mjólk.
 5. Berið fram með ferskri steinselju. Gott er að bæta við smá af svörtum pipar og auka parmesan osti þegar pastað er komið á diskinn.

Með þessari ljúffengu uppskrift mælir Vínó með Adobe Chardonnay Reserva 2017 

Adobe Chardonnay Reserva 2017

Vínótek segir:

Chilenska vínhúsið Santa Emiliana sem á heiðurinn af Adobe-vínunum er einn helsti framleiðandi vína úr lífrænt ræktuðum þrúgum í heiminum. Hér eru það Chardonnay-þrúgur frá Casablanca-dalnum norður af Santiago þar sem svalt loft skríður inn dalinn á nóttunni, kælir niður eftir sjóðheitan daginn og gerir þannig kjöraðstæður fyrir ræktun á hvítum þrúgum. Vínið er ljósgult á lit, fersk og þægileg angan, sítrus og gular, þroskaðar melónur ríkjandi, milt, ferskt og aðgengilegt.

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínasta sumarvín fyrir sólríka daga á pallinum.

Share Post