Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Pasta í ferskri tómatsósu

Linda Ben ritar:

Hráefni:

 • 2 pakkar tortellini fyllt með tómat og mozzarella frá Pastella
 • ½ rauðlaukur smátt skorinn
 • 1 bakki kastaníu sveppir (150 g)
 • 2 msk smjör
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 6 tómatar
 • Salt og pipar eftir smekk
 • ¼ tsk papriku krydd
 • ¼ tsk þurrkaðar chillí flögur
 • 250 ml grænmetissoð
 • 100 g spínat
 • Parmesan ostur eftir smekk
 • Ferkst basil eftir smekk

Aðferð:

 1. Setjið vatn í meðal stóran pott, saltið vatnið og setjið 2 msk af olíu í vatnið og látið suðuna koma upp.
 2. Skerið laukinn smátt niður og steikið hann á pönnu upp úr smjöri eða olíu á meðan þið skerið niður sveppina. Bætið sveppunum á pönnuna og steikið þá upp úr smjöri.
 3. Skerið hvítlaukinn smátt niður eða pressið hann með hvítlaukspressu og bætið honum á pönnuna.
 4. Skerið tómatana niður og bætið þeim út á pönnuna og steikið létt.
 5. Kryddið með salti, pipar, papriku kryddi og þurrkuðum chillí flögum.
 6. Bætið grænmetissoði á pönnuna (líka hægt að nota vatn og grænmetistening), bætið því næst spínatinu á pönnuna. Leyfið að malla svolítið á meðan þið setjið pastað í pottinn og látið það sjóða samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 7. Þegar það er soðið takið þá einn bolla af pastasoði frá, hellið svo restinni af vatninu af því og setjið pastað á pönnuna. Ef ykkur finnst vanta svolítið meira soð í réttinn, bætið þá viðeigandi magni af pastavatninu á pönnuna. Blandið öllu saman, rífið parmesan ost og ferska basil yfir.

Með þessum frábæra pastarétti mælir Vinó með Lamberti Rose Spumante

Laxableikt. Sætuvottur, létt freyðing, fersk sýra. Jarðarber, blómlegt. Frábært freyðivín með léttum pastaréttum, skelfisk og kjúkling. 1.999 kr.

Share Post