Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Ostabakki fyrir Valentínusardaginn

Valentínusardagurinn, er haldinn 14. febrúar ár og hvert og lendir hann í ár á miðvikudegi. Valentínusardagurinn er ekki nýr á nálinni hér á landi en í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1958 sagði að sérstakir blómavendir væru til sölu í blómabúðum á þessum degi ástarinnar. Dagurinn veitir fólki kjörið tækifæri til að brjóta upp á hversdagsleikann og dekra aðeins við makann með ást og hlýju. Sagt er að leiðin að hjarta fólks sé í gegnum magann og munum við á engan hátt mótmæla þeirri staðhæfingu. Er ekki upplagt að kveikja á fullt af kertum til að lýsa upp skammdegið, töfra fram rómantískan ostabakka og bjóða uppá gott rauðvín með honum?

Linda Ben ritar

Það jafnast ekkert á við fallegan ostabakka og gott rauðvínsglas með. Hvort sem það er forréttur eða eftirréttur þá slær ostabakki alltaf í gegn.

Það er svo skemmtilegt að skreyta ostabakka og alveg hægt að gleyma sér við þá iðn, þeir hafa nefninlega svo mikla möguleika og nánast endalaust hægt að nostra við þá. Hvort sem bakkarnir eru litlir og sætir eða stórir og veigamiklir eins og þessi.

Þessi tiltekni bakki er fremur einfaldur, hefur að geyma fjórar mismunandi ostategundir, Chorizo, Ritz kex, en það sem gerir bakkan svona veigamikinn eru öll berin og ólífurnar. Fyrir mér er það skemmtilegra og meira lifandi að vera ekki með skálar undir berjunum heldur leyfa fegurð þeirra að njóta sín og skreyta bakkann.

Ostabakki

  • Gull ostur
  • Brie
  • Mexíkó ostur
  • Cheddar
  • Chorizo
  • Ritz kex
  • Bláber
  • Grænar heilar ólífur
  • Kirsuber

Með þessum ljúffenga ostabakka mælir Vinó með Fortius Crianza

Vínotek segir;

Navarra er næsta víngerðarhérað við Rioja á Spáni og ekki löng vegalengd á milli. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að mörg vínanna séu gerð úr sömu þrúgu og hjá þeim í Rioja þ.e. Tempranillo hafa þau annan karakter enda aðstæður að mörgu leyti aðrar. Bodegas Valcarlos sem framleiðir Fortius er í eigu Rioja-risans Faustino. Vínið er rúbínurautt, dökkrauð kirsuber í nefi, all nokkur eik, vanilla og kaffi, svolítið míneralískt. Vel gert og aðgengilegt vín. 1.999 krónur. Frábært vín á því verði.

Share Post