Laxa Taco með avókadó salsa

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • 700 g lax
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 tsk cumin
  • vel af salti og pipar
  • 1 tsk paprika
  • ½ tsk kóríander krydd
  • ¼ tsk cajun krydd (má sleppa)
  • 1 msk ólífuolía
  • Taco skeljar

Aðferð:

Skerið roðið af laxinum og skerið fiskinn í frekar smáa bita, leggið í skál eða fat.

Kryddið fiskinn mjög vel og hellið svolítilli olíu yfir hann, blandið öllu vel saman svo hver einasti laxabiti er þakinn í kryddi. Látið marinerast í eins langan tíma og er í boði, (gott að miða við allavega 30 mín en það algjör snilld að láta marinerast í sólahring) en það sleppur líka að láta fiskinn marinerast bara á meðan hvítlauks lime sósan og avocadó salsað er útbúið.

Steikið fiskinn á pönnu þangað til hann er eldaður í gegn.

Hitið taco skeljanar í ofni (eða örbylgjuofni) þar til þær eru orðnar heitar.

Hvítlauks lime sósa:

2 msk majónes

2 msk 18% sýrður rjómi

1 hvítlauksrif

Börkur af 1 lime

Safi úr ½ lime

Aðferð:

Blandið saman majónesi og sýrðum rjóma.

Pressið hvítlauksrif út í og rífið börkinn af lime út í. Kreistið hálfa lime út í og blandið öllu saman.

Hægt að setja smá salt og pipar ef vill.

Það er virkilega gott að smyrja taco skelina að innan með þessari sósu.

Avókadó salsa

2-3 avókadó

½ rauðlaukur

1 hvítlauksrif

Safi úr ½ lime

Góð lúka ferskt kóríander

Aðferð:

Skerið avókadóið í bita og setjið í skál.

Skerið rauðlaukinn smátt niður og bætið honum í skálina.

Pressið hvítlaukinn út á og kreistið lime.

Setjið kóríander út á og blandið öllu varlega saman.

Post Tags
Share Post