Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Lax og jarðaberjarsalsa að hætti Lindu Ben

Linda Ben Ritar:

Hér er að finna alveg ótrúlega einfaldan, fljótlegan og sumarlegan fiskrétt sem tekur bragðlaukana í ferðalag.

Fullkominn réttur til þess að hafa í matinn þegar tíminn er naumur eða bara þegar maður vill hafa sérstaklega lítið fyrir matnum án þess að það komi niður á bragði og hollustu.

Hráefni

 • 800 g lax
 • salt
 • sítrónu pipar
 • ½ krukka fetaostur
 • franskar baunir
 • 10 jarðaber
 • 1 stk vorlaukur
 • safi úr ½ lime

Aðferð

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
 2. Skerið laxinn í bita og kryddið hann vel með salti og sítrónu pipar eftir smekk.
  Setjið franskar baunir með í eldfasta mótið, kryddið þær líka örlítið.
  Setjið fetaost yfir laxinn og frönsku baunirnar, bakið inn í ofni í um það bil 20 mín eða þangað til laxinn er eldaður í gegn.
 3. Á meðan laxinn er inn í ofninum útbúið þá jarðaberja salsað með því að skera jarðaberin í bita og vorlaukinn smátt niður.
  Blandið því saman í skál og kreystið hálfa lime yfir.

Með þessum rétt mælir Vínó með Muga Rosado 2015

4starb_muga_rosado

Vinotek segir:

Rauðvínin frá hinu frábæra Rioja-húsi Muga hafa löngum átt sinn fasta aðdáendahóp hér á landi og hefur hann raunar farið ört vaxandi á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum kom hvítvínið frá Muga einnig í sölu og nú er Muga að blanda sér í rósavínsbaráttuna fyrir sumarið 2016. Eins og allt annað sem að Muga kemur nálægt er þetta afbragðsvín í sínum flokki.

Blandan er svolítið sérstök fyrir rósavín því að um þriðjungur hennar er hvíta þrúgan Viura til viðbótar við Garnacha (60%) og Tempranillo (10%). Víngerjunin er í stórum eikarámum sem gefur víninu aukna dýpt. Það er fallega laxableikt á lit og í nefinu er heillandi angan þar sem greina má jarðaber, hindber, börk af greipávexti og nýbakaðar smákökur. Það hefur góða fyllingu, ávöxturinn langur, þurrt.


2.599 kónur. Mjög góð kaup

Share Post