Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Lambakjöt í marokkóskri marineringu

Linda Ben ritar

Lambakjöt í marokkóskri marineringu sem dekrar við bragðlaukana. Kjötið verður bragðmikið og ótrúlega bragðgott!

Marokkóskt Lambakjöt

 • 4 lamba file
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk papriku krydd
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 tsk kóríanderfræ
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk engifer
 • 1/2 tsk salt
 • 1/4 tsk garam masala
 • 1/2 tsk oreganó
 • 1/2-1 dl ólífuolía

Aðferð:

 1. Setjið öll kryddin í mortel og merjið saman. Skerið hvítlaukinn og bætið honum út í, merjið vel saman við, hellið olíunni út í líka og blandið öllu saman.
 2. Skerið í fituna fjórar rendur, passið að skera ekki í kjötið sjálft. Þekjið lambakjötið í marineringunni og látið kjötið marinerast í minnsta kosti 4 klst til þess að fá sem mesta bragðið. Það er líka hægt að gera þetta kvöldið áður og láta kjötið marinerast inn í ísskáp en best að láta kjötið ná stofuhita áður en það er eldað.
 3. Steikið kjötið í á rifflaðri grillpönnu, setjið örlítið af olíu á pönnuna. Steikið hverja hlið þangað til komnar eru fallegar línur í kjötið, passið að rífa ekki kjötið, leyfið því að steikjast lengur á pönnunni þangað til það losnar frá.
 4. Setjið kjötið inn í 180°C heitan ofninn með kjöthitamæli og takið kjötið út þegar það nær 62°C, látið kjötið standa örlítið við stofuhita áður en það er skorið.

Ég mæli með að bera lambakjötið fram með kúskús og agúrkusósu en það er einfalt að útbúa:

Kúskús

 • 30 g smjör
 • 1 laukur, fínt saxaður
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 dl kúskús
 • 4 dl kjúklingasoð
 • 2 msk ferskt kóríander
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Steikið laukinn upp úr smjörinu þangað til hann er orðin glær.
 2. Skerið hvítlaukinn eða pressið hann með hvítlaukspressu og setjið út á.
 3. Hellið kúskúsinu út á og hrærið saman við.
 4. Hellið kjúklingasoðinu út á og hitið að suðu.
 5. Takið af hitanum og setjið lokið á og látið standa í 5 mín.
 6. Hrærið kóríanderinu saman við, smakkið til með salti og pipar.

 

Agúrku kóríander sósa

 • 2 msk majónes
 • 2 msk 18% sýrður rjómi
 • 1/2 agúrka, flysjuð að mestu og megnið af belgjunum fjarlægðir, skorin smátt niður.
 • 1 stór lúka kóríander, smátt skorið
 • 1 msk lime safi
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Blandið öllu saman í skál, smakkið til með salti og pipar.

Vínó mælir með Cune Reserva

Vínotek segir;

Cune er eitt af þremur vínhúsum innan CVNE (Compania Vinicola del Norte de Espana). Hin tvö heita Vina Real og Contino og öll þrjú hafa sína sérstöðu í Rioja og eru í hópi þeirra bestu í sínum flokki. Klassískt Rioja. Dökk ber, skógarber, sólber, krækiber, nokkuð eikað, þarna er ristað kaffi, reykur og vanilla, smá leður. vel balanserað, þykkt, þétt og flott. Frábært kjötvín. 2.999 krónur. Frábær kaup.

Share Post