Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Hvítlaukspasta með risarækjum og parmesan

Karen Guðmunds ritar:

Hráefni 

 • 230 gr fettuccine pasta
 • 1x box af risarækjum
 • 4 hvítlauksrif
 • 2 msk olífuolía
 • 2 msk ósaltað smjör
 • 85 gr ósaltað smjör
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 1/2 tsk oregano
 • 1/2 chilliflögur
 • 1 poki af klettasalati
 • 1/2 bolli rifin parmesan ostur

Aðferð 

1. Sjóðið pastað með einni tsk af salti. Eldið samræmi við leiðbeiningar á pakkningu í um það bil 7-10 mínútur eftir að það byrjar að sjóða.

2. Hitið stóra pönnu yfir miðlungsháum hita og bræðið tvær matskeiðar af smjöri og 2 msk olífuolía. Bætið hvítlauk, oregano kryddi, og chilli flögum og leyfið að eldast í 2 mínútur.

3. Bætið rækjunum við og eldið þar til rækjurnar verða bleikar á litinn, í sirka 3-5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Takið svo rækjurnar af pönnunni og geymið til hliðar.

4. Sigtið vatnið frá pastanu. Bræðið 85 gr af smjöri og bætið klettasalati, pasta og parmesan ostinu við á pönnuna og leyfið að eldast í nokkrar mínútur.

5. Bætið risarækjunum við pastað í lokin.

6. Gott að bæta við parmesan osti og olífuolíu þegar búið er að flytja pastað á fallegan disk.

 

Með þessum rétt mælir Vínó með Domain Des Malandes Petit Chablis

Vínótek segir;

Domaine de Malandes er lítið fjölskyldurekið vínhús í Chablis sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá okkur enda vínin þaðan nær undantekningalaust virkilega vel gerð og aðlaðandi. Þessi Petit Chablis er einhver sá besti sem að við höfum smakkað frá þeim, einstaklega sjarmerandi hvítvín. Þéttur og þægilegur sítrusávöxtur í nefi, limóna, greipbörkur, míneralískt, svolítið feitt og mjúkt en með yndislega þægilegri sýru sem gefur ferskleika.

2.499 krónur. Frábær kaup. Með skelfiski, jafnvel humar.

Share Post