Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Heimagerð Pastasósa fyrir öll tilefni

Marta Rún Ritar:

Hráefni: í stóra uppskrift

  • 4 X 400 g heilir tómatar í dós
  • 3 hvítlauksgeirar
  • ½ ferskur Chillí-pipar
  • Ein lúka af ferskri basilíku
  • Salt & Pipar

Aðferð:

Setjið tómatana í skál og sigtið vökvann úr dósunum frá. Brjótið tómatana upp í höndunum.

Fyllið eina dós af vatni og hellið í skálina. Saxið hvítlaukinn og chillí-piparinn smátt. Takið laufin af basilíkunni og saxið gróflega. Notið stóra pönnu og hitið hana með ólífuolíu á miðlungshita. Steikið hvítlaukinn og chillí-piparinn í 2 mínútur, bætið síðan tómötunum og basilíkunni við. Saltið og piprið og fáið suðuna til að koma upp. Lækkið síðan hitann niður og leyfið sósunni að malla í 30 mínútur eða þangað til að hún er orðin þykk og tilbúin.

Þessi sósa gerir alla einfalda pastarétti af lúxusmat og ennþá meiri lúxus að bjóða uppá gott rauðvín með eins og sannir Ítalir gera.

Share Post