Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Heilsteikt dry age ribeye

Linda Ben ritar:

Aðferð:

  1. Það er afar mikilvægt að kjöt hafi náð stofuhita áður en það er sett í ofninn, eldunin verður jafnari í gegn ef það er ekki kalt inn í miðjunni þegar það er sett í ofninn. Það er því best að taka kjötið út úr ísskápnum strax um morguninn ef á að setja það inn í ofn seinni part dags.
  2. Þegar elduð er heil steik af nautakjöti er best að elda hana við lágan hita í ofni í langan tíma. Því þarf næst að kveikja á ofninum og stilla á 120ºC.
  3. Áður en kjötið fer inn í ofninn þarf fyrst að loka kjötinu. Mamma byrjaði á því að salta steikina örlítið og pipra. Steikinni er svo lokað með því að steikja kjötið á vel heitri pönnu á alla kanta, það er fallegra þegar kjötið nær að brúnast svolítið.
  4. Því næst setur maður kjöthitamæli í kjötið, mikilvægt að endi mælisins liggi akkurat í miðju kjötinu, og setur svo inn í ofninn. Kjötið er látið vera inn í ofni þar til kjöthitamælirinn sýnir 60ºC (55ºC fyrir rare og 60ºC fyrir medium rare). Þegar kjötið hefur náð 60ºC er það tekið út úr ofninum og leyft að taka sig í um það bil 15 mín áður en það er skorið.
  5. Kjötið er því næst kryddað með salti og pipar og borið fram.

Góða steik má að sjálfsögðu ekki vanta gott meðlæti. Við bárum steikina fram með bökuðum kartöflum, smörsteiktum aspas, fersku salati, bernaise sósu og góðu rauðvíni.

 

Með þessum rétt mælir Vinó með Campillo Reserva

Share Post