Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Grískt avókadó kjúklingasalat

Marta Rún ritar:

Hráefni

1 heill tilbúinn kjúklingur, rifinn niður í bita
1 avókadó
½ rauðlaukur skorin í litla bita
½ bolli kalamata olífur
½ krukka sólþurrkaðir tómatar skornir niður í minni bita
½ pakki fetaostakubbur rifinn í litla bita
1 salatpoki
Lúka af hnetum

Dressing

1/3 bolli ólífuolía
½ bolli grískt jógúrt
¼ bolli mæjónes
½ hvítlauksduft
1 tsk þurrkað oregano
1 msk rauðvínsedik
Safi frá ½ sítrónu
Salt og Pipar

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum fyrir dressinguna saman í litla skál. Smakkið til og setjið hana til hliðar.

Finnið til stóra skál og blandið öllum hráefnum fyrir salatið saman og þar næst bætið þið dressingunni saman við og blandið öllu saman.

 

Með þessum rétt mælir Vínó með Cune Crianza

Cune Crianza 2015

Vínótek segir;

Cune er eitt af þremur vínhúsum innan CVNE (Compania Vinicola del Norte de Espana). Hin tvö heita Vina Real og Contino og öll þrjú hafa sína sérstöðu í Rioja og eru í hópi þeirra bestu í sínum flokki. Cune-vínin hafa verið að nútímavæða stílinn hjá sér síðustu árin og þessi Crianza er ávaxtrík og fersk. Ávöxturinn er rauður, mild berjablanda með örlitlum votti af vanillu og reyk, eikin er ekki í aðalhlutverki heldur ávöxturinn. Það er mjúkt, tannín mjög mild, vínið er ferskt og með miðlungs fyllingu.

2.299 krónur. Mjög góð kaup. Með léttum pastaréttum og ostum.

Share Post