Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Grillaðar pylsur vafðar inní hráskinku og bornar fram með kartöflusalati með stökku beikoni.

Marta Rún ritar:

Stundum getur verið gott að breyta aðeins til föstum venjum inná milli. Flestum okkar þykir pulsur með tómat, sinnepi og steiktum lauk fullkomin blanda. Það er til heilmikið af mismunandi útfærslum af hamborgunum en ekki eins mikið af grilluðum pulsum. Ég skoðaði nokkrar uppskriftir og prufaði mig áfram. Ég bauð uppá grillaða pylsur vafin inní hráskinku með káli, pikkluðum lauk, steiktum lauk, chilli-tómatsósu, sinnepi og kartöflusalati.

*fljótlegur pikklaður laukur er laukur skorinn þunnt á látin liggja í 2-3 matskeiðum af rauðvínsediki í minnstakosti 30 mínútur.

Ég er mikill aðdáandi af góðu kartöflusalti, það er ótrúlega einfalt að búa það til og passar ótrúlega vel með grilluðum mat og pulsum. Treystu mér það er betra að útbúa það sjálfur en að kaupa tilbúið.

Hráefni

  • 500 g miðlungs kartöflur
  • 200 g beikon
  • 125 ml hreint jógúrt
  • 1 msk gult sinnep
  • 1 sítróna
  • Þær ferskar kryddjurtir sem þér finnst góðar.
  • ég var með kóríander og graslauk.
  • ólífuolía
  • Salt & Pipar

Aðferð:

Byrjið á því að sjóða kartöflurnar í salt vatni í 12-15 mínútur, þangað til þú getur stungið í þær en þær brotna ekki. Á sama tíma skaltu steikja beikonið á pönnu á miðlungshita þangað til það er orðið brúnt og stökkt á báðum hliðum og færa það síðan yfir á disk með eldhúspappír á.

Sigtaðu vatnið frá kartöflunum og leyfðu þeim aðeins að þorna í gufunni. Settu kartöflurnar á stóran disk og stráðu ólífuolíu, salti og pipar yfir. Rífðu yfir smá af sítrónuberki með fínu rifjárni ásamt safanum út sítrónunni. Blandaði öllu vel og varlega saman. Bættu síðan við söxuðum kryddjurtum, jógúrti og sinnepi og blandaðu saman. Settu í skál og stráðu stökku beikon bitunum yfir.

Share Post