Saltfiskur með portúgölsku ívafi

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • 700 g saltfiskhnakkar
  • um það bil 10-15 forsoðnar kartöflur
  • 30 g smjör
  • 1 lítill laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 dl svartar ólífur, skornar í sneiðar.
  • ½ hvítlauksostur
  • ½ poki rifinn ostur

 

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Val: Setjið vatn í pott, setjið saltfiskinn í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið fiskinn standa í pottinum í 3 mín.
  3. Á meðan suðan er að koma upp á fiskinum, skerið laukinn smátt niður, steikið hann á pönnu við vægan hita svo hann verði glær, rífið hvítlaukinn eða pressið í gegnum hvítlaukspressu og steikið á pönnunni í 1 mín.
  4. Skerið kartöflurnar í 4 hluta og setjið ofan í eldfast mót.
  5. Rífið saltfiskinn gróft niður, annað hvort soðinn eða hráan, ofan á kartöflurnar.
  6. Dreifið lauknum yfir fiskinn.
  7. Skerið smjörið í litla bita og dreifið yfir eldfasta mótið ásamt ólífunum.
  8. Rífið hvítlauksost og setjið yfir fiskinn ásamt rifnum osti.
  9. Bakið inn í ofni í 20 mín, stillið ofninn á grillið (mikilvægt að fylgjast vel með réttinum inn í ofninum þegar stillt er á grillið) og bakið í um það bil 2 mín eða þangað til osturinn er byrjaður að brúnast fallega.

Vinó mælir með Flor De Crasto með þessum rétt.