Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Fylltar Kalkúnabringur, bakað rósakál og sætkartöflumús

Kalkúnabringur

Ein kalkúnabringa fyrir tvo

Uppskrift fyrir sex

Marinering hráefni:

500 g smjör (standa í stofuhita)

3 hvítlauksgeirar

1 lúka söxuð steinstelja

2 sítrónur

Salt & Pipar

Ólífuolía

Aðferð:


Setjið smjör í skál og kryddið vel með salt og pipar.

Hellið smá ólífuolíu yfir smjörið, hún kemur í veg fyrir að smjörið brenni.

Rífið sítrónu börkinn og blandið við smjörið og kreistið sítrónusafanum útí.

Pressið hvítlauksgeira útí smjörið og blandið steinselju saman við.

Losið húðina frá bringunum en passið að gera ekki gat.

Hnoðið smjörið í litlar kúlur og komið þeim fyrir undir húðina á bringunum.

Dreifið smjörinu vel báðum megin. Makið einnig smjörinu yfir kalkúnarbringurnar og hellið smá olíu yfir til að smjöri brenni ekki.

Fylling hráefni:

1 poki þurrkaðir brauðteningar
½ pakki sveppir
1 laukur
1 sellerístöng
½ bolli valhnetur
½ bolli þurrkaðar aprikósur (líka hægt að nota þurrkuð trönuber)
½ pakki beikon
1- 2 bolli kjúklingasoð
salt
pipar

Aðferð:

Setið brauðteningana í skál.

Steikið sveppi, lauk og sellerí í smjöri þangað til að grænmetið er orðið mjúkt og bætið út í skálina.

Bætið söxuðum hnetum, þurrkuðum ávöxtum útí og kryddið með salt og pipar.

Hellið kjúklingasoði útí og blandið öllu vel saman.

Skerið vasa á bringurnar og setið fyllinguna inní vasann.

Raðið beikon sneiðum ofan á bringurnar til að fá auka fitu og koma í veg fyrir að bringan þorni. Restin af fyllingunni er sett í eldfast mót og bökuð í ofninum í 15-20 mínútur.

Setjið bringurnar í eldfast mót, raðið beikon sneiðum ofan á og hitið í 200° í um 30-40 mínútur á hvert kg. Það er gott að ausa soðinu yfir bringurnar á meðan að eldun stendur yfir.

 

Bakað rósakál hráefni:

500 g rósakál, skorið til helminga
5 hvítlauksgeirar
4 sneiðar beikon
½ bolli saxaðar valhnetur
¼ bolli þurrkuð trönuber
½ bolli rifinn gráðostur
salt
pipar
½ bolli balsamik edik
¼ bolli hunang

Finnið til pott og sjóðið saman hunang og balsamik edik.

Skerið rósakál til helminga og setjið í skál ásamt hvítlauk, olíu, salti og pipar.

Hitið ofninn í 200°. Setjið rósakálið í eldfast mót og bakið í ofni í 25 mínútur.

Setjið síðan rósakálið í skál og hellið blasamik sósunni yfir. Rífið gráðost yfir og blandið valhnetunum og trönuberjunum saman við.


Sætkartöflumús hráefni:


4-5 sætar kartöflur
3/4 bolli púðursykur
1/2 bolli bráðið smjör
2 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1 bolli pekan hnetur smátt skornar
sykurpúðar eftir smekk

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar þangað til að þær eru orðnar mjúkar og fínar. Hellið vatnið frá og stappið kartöflurnar með gaffli. Bætið smjöri, púðursykri, salti og vanilludropum saman við og setjið stöppuna í eldfast mót, hellið pekanhnetunum yfir ásamt sykurpúðum og bakið þangað til að sykurpúðarnir hafa tekið á sig gylltan lit
Uppskrift og Myndir Marta Rún