
Frönsk súkkulaðikaka með Cointreau rjóma og súkkulaðikremi
Kakan er ótrúlega einföld en tekur smá tíma að gera þar sem að það er frönsk súkkulaðikaka sem botn, marengsbotn sem toppur og rjómasúkkulaði krem á milli. Búa þarf til Cointreau rjóma súkkulaðikremið daginn áður og leyfa því að standa inn í ísskáp yfir nótt og þeyta síðan rjómann upp daginn eftir, daginn sem kakann verður borin fram. Ég gerði einnig marengs botninn daginn áður og leyfði botninum að vera inn í ofni yfir nóttina.
Þrátt fyrir smá auka undirbúning er þessi kaka algjörlega þess virði.
Hráefni
Frönsk Súkkulaðikaka
- 4 egg
- 2dl sykur
- 200gr smjör
- 200gr suðusúkkulaði
- 1 dl hveiti
Krem á frönsku súkkulaðikökuna
- 1 dl rjómi
- 20 stk fílakaramellur
Cointreau Rjómakrem
- 4 dl rjómi
- 100 gr rjómasúkkulaði
- 20 gr smjör
- 1/2 dl Cointreau líkjör
Marengsbotn
- 4 eggjahvítur
- 200 gr sykur
- 1 tsk lyftiduft
Súkkulaði yfir kökuna
- 10 fílakaramellur
- 1/2 dl rjómi
- Ein appelsína (börkur raspaður yfir kökuna).
Aðferð
Frönsk Súkkulaðakaka
- Hitið ofnin á 180°C (blástur)
- Þeytið sykur og egg saman þar til blandan verður létt og ljós.
- Bræðið súkkulaði og smjör við miðlungsháum hita (sett til hliðar).
- Blandið hveitinu við eggjablönduna.
- Bætið súkkulaðiblöndunni saman varlega saman við hina blönduna.
- Spreyið smjörspreyi í bökunarform (24cm form) og hellið deiginu í formið.
- Bakið í 30 mínútur við 180°C.
Krem
Rjómi og fílakaramellur brætt saman, og hellt yfir kökuna.
Marengs
- Hitið ofninn á 150°C
- Þeytið eggjahvítur, sykur og lyftiduft saman þar til marengsblandan er orðin stíf.
- Setjið marengsblönduna á pappírsklædda ofnplötu og myndið hring.
- Bakið við 150°C í 50 mínútur
- Leyfið marengsbotninum að standa inn í ofni yfir nótt.
Cointreau Rjómakrem
- Setjið rjómasúkkulaði í skál ásamt smjöri.
- Hitið rjóma að suðu og hellið yfir súkkulaðið og smjörið.
- Hellið Cointreau yfir þegar súkkulaðið er bráðnað. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp yfir nótt.
- Þeytið rjómakremið upp eins og venjulegan rjóma daginn eftir.
Fílakaramellusósa
- Hitið 10x fílakaramellur og rjóma saman í potti yfir miðlungsháum hita. Tilbúið þegar karamellurnar eru bráðnaðar saman við rjóman.
- Leyfið að kólna í nokkrar mínútur áður en sett er yfir kökuna.