Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Freyðivínsbollakökur

Linda Ben ritar

Freyðivínsbollakökur

 • 160 g smjör
 • 280 g sykur
 • 3 egg
 • 300 g hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • ½ tsk salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 170 ml freyðivín

Freyðivínskrem

 • 400 g smjör
 • 800 g flórsykur
 • 50 ml freyðivín

Aðferð, bollakökur:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C.
 2. Hrærið saman smjör og sykur þangað til blandan verður létt og loftmikil.
 3. Bætið eggjunum útí, eitt og eitt í einu.
 4. Blandið saman lyftiduft og salti út í hveitið og bætið því rólega saman við blönduna. Bætið vanilludropunum saman við.
 5. Bætið freyðivíninu út í rólega með hrærivélina í gangi.
 6. Setjið í muffinsform og bakið í 25 mín.
 7. Kælið kökurnar vel og gerið kremið.

Aðferð, krem:

 1. Hrærið smjörið mjög vel þangað til það er létt og loftmikið.
 2. Bætið flórsykrinum saman við og hrærið mjög vel saman.
 3. Bætið freyðivíninu út í.
 4. Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút og sprautið því í topp, sjá myndband.
 5. Skreytið með rósagylltu matarglimmeri.

Vinó mælir með lífræna freyðivíninu Emiliana Brut Organic

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile er einn helsti ræktandi lífrænna vína og freyðivínið Brut Organic mun vera fyrsta freyðivínið frá Chile sem gert er úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Þær koma frá Casablanca-héraðinu og notaðar eru Pinot Noir og Chardonnay líkt og í klassískum kampavínum og stuðst við Charmat-aðferðina í kolsýrugerjuninni. Ljóst og fallegt á lit, freyðir þétt og fallega, angan fersk, græn og gul epli, einnig vottur af suðrænni ávöxtum, milt, létt, þurrt og þægilegt. Mjög góð kaup, fínasta freyðivín fyrir verð. Sem fordrykkur eða veisludrykkur.

Share Post