Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Forréttabakki með hvítlauks-rjómaosta fylltum döðlum vöfðum inn í hráskinku

Linda Ben ritar:

Hráefni:

 • u.þ.b. 15-20 ferskar döðlur
 • 150 g rjómaostur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 7-10 sneiðar hráskinka
 • Þroskaður cheddar ostur
 • Grænar ólífur
 • Bláber
 • Kex

Aðferð:

 1. Setjið rjómaostinn í skál, pressið hvítlauksrifin út í og blandið saman.
 2. Steinhreinsið döðlurnar án þess að taka þær alveg í sundur, fyllið döðlunar af rjómaosti (u.þ.b. 1 tsk inn í hverja döðlu).
 3. Vefjið ½ sneið af hráskinku utan um hverja döðlu.
 4. Raðið öllum hráefnunum saman á fallegan bakka og berið fram með þurru freyðivíni.

Með þessari ljúffengu uppskrift mælir Vínó með Lamberti Prosecco 

Lamberti Prosecco

Vinotek segir:

Ítölsku Prosecco-freyðivínin hafa verið afskaplega vinsæl í nágrannalöndunum upp á síðkastið enda getur þau verið afskaplega ljúf, þægileg og síðast en ekki síst á hagstæðu verði.

Þetti er léttur og leikandi Prosecco frá Lamberti. Þroskuð og sæt gul epli , ferskjur og perur í nefi, þægilega þurrt í munni þó vissulega sé það sætara en brut-vín, mild, fersk sýra, bara ansi hreint ljúffengt freyðivín.

1.999 krónur. Frábær kaup.

Share Post