Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Fljótlegt spaghetti með kjúkling

Linda Ben Ritar:

Hráefni

 • 250 g heilhveiti spaghetti
 • 1 msk ólífu olía
 • ½ tsk salt
 • 2 kjúklingabringur
 • 1 tsk kjúklingakrydd
 • 1 rauð paprika
 • 10 kirsuberjatómatar
 • 10 heilar grænar ólífur
 • 1 flaska sósa úr sólþurrkuðum tómötum, basil og hvítlauk frá Felix
 • Pipar
 • Ferskt basil
 • Parmesan ostur

Aðferð

 1. Setjið vatn í pott með ólífuolíu og salti, kveikið undir og hitið að suðu.
 2. Skerið kjúklingabringurnar niður í litla bita, kryddið með kjúklingakryddi og steikið á pönnu.
 3. Skerið paprikuna smátt niður.
 4. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn, takið hann þá af pönnunni og setjið paprikuna á pönnuna ásamt tómötum og ólífum, steikið.
 5. Setjið spaghettíið í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
 6. Setjið sósuna á pönnuna og bætið kjúklingnum aftur á pönnuna. Leyfið sósunni að malla rólega saman.
 7. Setjið 1-2 dl af pastasoðinu út í sósuna og piprið eftir smekk.
 8. Berið sósuna og spaghettíið fram saman.

Með þessum rétt mælir Vínó með Adobe Reserva Syrah 2016

4star

Vinotek segir:

Vínhúsið Emiliana í Chile sem að framleiðir Adobe-línuna er einn stærsti framleiðandi lífrænna vína í heiminum og þar er að auki stundaður lífefldur eða “biodynamic” landbúnaður.

Syrah er þrúga sem alltaf er að koma betur og betur í ljós hversu vel hentar aðstæðum í Chile. Þetta rauðvín er gert úr þrúgum frá Rapel sem er stórsvæði er nær til Colchagua og Calchapoal í miðdalnum suður af Santiago.

Dimmrautt álit, kryddaður ávöxtur í nefi, plómur og sólber, svolitið piprað, ágætlega mjúkt og þægilegt en enn nokkuð ungt. Leyfið því að anda í smá stund.

1.999 krónur. Frábær kaup, Mjög gott vín í þeim verðflokki. Með grilluðu kjöti

 

Share Post