Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Ferskt sumarsalat með hráskinku og parmesan osti

Karen Guðmunds ritar:

Hráefni 

1 box af kirsuberjatómötum

3 msk. Olífuolía

1 poki af klettasalati

1 pakki af hráskinku

1 gul melóna

Parmesan ostur (eftir smekk)

Salt (eftir smekk)

Pipar (eftir smekk)

Aðferð 

1. Skerið melónuna í litla bita og tómatana í tvennt.

2. Í stóra fallega skál setjið klettasalat, hellið olífuolíu yfir og kryddið með smá salt og pipar og blandið vel saman. Bætið við kirsuberjatómötum og melónu.

3. Skerið hráskinkuna í litlar sneiðar og bætið við salatið og blandið öllu saman. Toppið með að rífa parmesan ost yfir.

 

Með þessari ljúffengu uppskrift mælir Vino með Adobe Reserva Rose 2017

Adobe Reserva Rose 2017

Vinotek segir:

Adobe-vínin frá Emiliana eru lífrænt ræktuð og það á við um rósavínið í seríunni eins og önnur. Það er fölbleikt á lit, fersk angan með þroskuðum rauðum eplum, jarðarberjum og rósum. Ferskt og þurrt í munni. Fínasta rósavín.

1.999 krónur. Frábær kaup. Sem sumarlegur fordrykkur eða með grilluðum kjúklingi.

Share Post