Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Linda Ben ritar:

Salat (1 diskur)

 • ½ ferskur burrata ostur
 • 3 sneiðar hráskinka
 • Rúkóla salat
 • 5 stk kirsuberja tómatar
 • 6 stk sætir baunabelgir
 • Nokkur lauf ferskt basil
 • Salt og pipar
 • 2-3 msk Filipo Berio ólífu olía
 • 2 sneiðar súrdeigs baguette brauð

Brusettur (1 sneið)

 • 2 msk ferskur burrata ostur
 • 1 sneið hráskinka
 • 3 lauf rúkóla salat
 • 2 kirsuberja tómatur
 • 6 stk sætir baunabelgir
 • 2-4 lauf ferskt basil
 • Salt og pipar
 • 1 msk Filipo Berio ólífu olía
 • 2 sneiðar súrdeigs baguette brauð

Aðferð:

 1. Byrjið á því að kveikja á ofninum, stilla á 240ºC og á grillið.
 2. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Skerið tómatana í tvennt og raðið þeim opnu hliðina upp og sætu baunabelgina með. Saltið og piprið og dreifið svo Filipo Berio ólífu olíu yfir. Bakið inn í ofni í 5 mín.
 3. Eftir því hvort ætlunin sé að gera salat eða brusettur þá raðar þú öllum innihaldsefnum á disk eða ristaðar baguette sneiðar, saltar og piprar, dreifir svo vel af Filipo Berio ólífu olíu yfir.

Með þessari ljúffengu uppskrift mælir Vino með Adobe Rose

Adobe Reserva Rose 2016

3,5star

ADOBE-ROSAVinotek segir;

Sumarið er kjörtími rósavínanna sem njóta nú sívaxandi vinsælda hér á landi rétt eins og í löndunum í kringum okkur. Rósavínið í Adobe-línunni frá chilenska vínhúsinu Emiliana er gert úr Syrah-þrúgunni og líkt og önnur vín hússins úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Ljósbleikt á lit, þægileg og fersk angan af rauðum berjum, ekki síst jarðarberjum og hindberjum, fínn, hreinn og ferskur ávöxtur í munni með þægilegri sýru. 1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínt sumarvín, t.d. með grilluðum kjúklingi og grænmeti.

Share Post