Salat með grilluðum kjúk­ling og stökkri parma­skinku

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • 4 stk. úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • Kjúk­lingakrydd
  • 8 sneiðar parma­skinka
  • 2 dl kirsu­berjatóm­at­ar
  • 200 g ruccola sal­at
  • 2 avoca­dó
  • ¼-½ lít­il gul mel­óna
  • 1 dl mosar­ella perl­ur
  • Graskers­fræ, ristuð
  • Salt og pip­ar

Dress­ing:

  • 1 dl Bal­sa­mike­dik
  • 1 dl ólífu­olía
  • 2 tsk. dijon sinn­ep
  • 2 msk. ferskt basil, hakkað
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 200°C. Kryddið kjúk­linga­lær­in og bakið þau í ofni í u.þ.b. 20 mín. eða þar til þau eru bökuð í gegn. Skerið tóm­at­ana í helm­inga og raðið á eld­fast mót, setjið ólífu­olíu og salt yfir, bakið inn í ofni þar til þeir eru bún­ir að mýkj­ast vel. Steikið parma­skink­una á pönnu á báðum hliðum þar til stökk.
  2. Raðið ruccola-sal­ati á diska, skerið avoca­dó­in í helm­inga, svo í sneiðar, skerið mel­ón­una í bita og raðið á disk­ana.
  3. Ristið graskers­fræ á pönnu og raðið á disk­ana líka ásamt mosar­ella­perl­um.
  4. Skerið kjúk­ling­inn í sneiðar og parma­skink­una líka, raðið á disk­ana ásamt tómöt­un­um.
  5. Útbúið dress­ing­una með því að setja öll inni­halds­efni í krukku, hristið vel sam­an og setjið yfir sal­atið eft­ir smekk. Kryddið svo með salti og pip­ar eft­ir smekk.