Bragðmikl­ir þorsk­hnakk­ar eldaðir í einni pönnu

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • 700 g þorsk­hnakk­ar
  • salt og pip­ar
  • 2 msk ólífu olía
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • ½ tsk þurrkað rautt chilli
  • ½ pakki for­soðnar kart­öfl­ur
  • 200 g kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 dl hvít­vín
  • mosar­ella kúl­ur
  • svart­ar heil­ar ólíf­ur
  • Börk­ur af 1 sítr­ónu
  • Ferskt basil eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200°C.
  2. Setjið ólífu olíu á pönnu, skerið hvít­lauk­inn smátt niður og steikið hann á pönn­unni með chillí­inu.
  3. Setjið kart­öfl­urn­ar út á pönn­una og steikið létt. Setjið tóm­at­ana á pönn­una og steikið. Kryddið þorsk­hnakk­ana með salti og pip­ar, setjið stykk­in á pönn­una. Látið fisk­inn steikj­ast í nokkr­ar mín og snúið hon­um svo við, gott að hræra í græn­met­inu líka. Hellið hvít­vín­inu á pönn­una, setjið ólíf­urn­ar einnig á pönn­una og mosar­ella kúl­urn­ar. Bakið í ofni í 20 mínútur.
  4. Rífið sítr­ónu­börk­inn og basil lauf­in yfir rétt­inn.

Vinó mælir með Vicar’s Choice Sauvignon Blanc með þessum rétt.