Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Bragðmikl­ir þorsk­hnakk­ar eldaðir í einni pönnu

Linda Ben ritar:

Hráefni:

 • 700 g þorsk­hnakk­ar
 • salt og pip­ar
 • 2 msk ólífu olía
 • 2 hvít­lauks­geir­ar
 • ½ tsk þurrkað rautt chilli
 • ½ pakki for­soðnar kart­öfl­ur
 • 200 g kirsu­berjatóm­at­ar
 • 1 dl hvít­vín
 • mosar­ella kúl­ur
 • svart­ar heil­ar ólíf­ur
 • Börk­ur af 1 sítr­ónu
 • Ferskt basil eft­ir smekk

Aðferð:

 1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 200°C.
 2. Setjið ólífu olíu á pönnu, skerið hvít­lauk­inn smátt niður og steikið hann á pönn­unni með chillí­inu.
 3. Setjið kart­öfl­urn­ar út á pönn­una og steikið létt. Setjið tóm­at­ana á pönn­una og steikið. Kryddið þorsk­hnakk­ana með salti og pip­ar, setjið stykk­in á pönn­una. Látið fisk­inn steikj­ast í nokkr­ar mín og snúið hon­um svo við, gott að hræra í græn­met­inu líka. Hellið hvít­vín­inu á pönn­una, setjið ólíf­urn­ar einnig á pönn­una og mosar­ella kúl­urn­ar. Setjið pönn­una inn í ofn og bakið í 15-20 mín.
 4. Rífið sítr­ónu­börk­inn og basil lauf­in yfir rétt­inn.

Vinótek mælir með Saint Clair Sauvignon Blanc

Vintotek segir;

,,Víngerðin St. Clair í Marlborough á Nýja-Sjálandi er ekki gömul víngerð. Það eru einungis rétt rúmir tveir áratugir síðan að fyrstu vínin sem að framleidd voru undir merkjum St. Clair litu dagsins ljós. Á þeim árum sem síðan er liðið hefur þessum vínum stöðugt vaxið ásmegin og þá ekki síst Sauvignon Blanc-vínunum.

Vicar’s Choice-línan er með betri kaupunum frá St. Clair, fersk, vel gerð og á góðu verði. Þetta er brakandi ferskur og ungur Sauvignon, súrsæt Granny Smith-epli, lime, lime-börkur og ástaraldin, í munni skarpur og sætur ávöxtur, míneralískt og þurrt.

2.499 kr. Frábær kaup.“

 

Víngarðurinn segir;

,,Þarna er komið afar dæmigert Sauvignon Blanc frá Nýja-Sjálandi, stútfullt af krydduðum ávexti og sjarmerandi framkomu. Það er ljós-gulgrænt að lit með ríflega meðalopna angan af sítrusávöxtum, stikilsberjum, blautu mjöli, krömdu sólberjalaufi, hvítum blómum og ögn af austurlenskum ávöxtum og aspas. Flott og ferskt. Í munni er það þurrt og sýrurikt með mjög gott jafnvægi og ferskan bragðprófíl þar sem finna má sítrónu, sti…kilsber, greipaldin, læm aspas, peru og austurlenska ávexti. Það endist vel og þótt það sé ekki flókið hefur það skýr upprunaeinkenni og framliggjandi ávöxt sem ég kann vel að meta. Hafið með allskonar bragðmeiri grænmetisréttum, krydduðum fiskréttum og asíska eldhúsinu.

Verð kr. 2.499. Mjög góð kaup.“

 

 

Share Post