Jarðaberja og greipaldin kokteill Uppskrift miðast við 2 kokteila Hráefni 60 cl Martin Miller's gin 1 dl greip safi 1 dl jarðaberja safi 1 eggjahvíta Klakar   Aðferð Setjið öll innihaldsefni í kokteilhristara og hristið mjög vel saman svo eggjahvítan þeytist. Hellið í gegnum sigti ofan í köld kokteilglös.

Clover Club Hráefni 50ml Martin Miller's gin 20ml Sítrónusafi 20ml Sykur sýróp (heitt vatn + sykur) 3 Hindber Hálf eggjahvíta   Aðferð Setjið öll hráefnin í hristara með ísmolum hristið hressilega! Sigtið í glas og skreytið með hindberi.

Southside   Hráefni 60 ml Martin Miller's Gin  30 ml sítrónusafi 15 ml sykursíróp (heitt vatn + sykur) 8 myntulauf   Aðferð Hristið saman öll hráefnin og sigtið í glas með klaka. Skreytið með myntu.

Tom Collins   Hráefni 50 ml Martin Miller's Gin  20 ml sítrónusafi 25 ml síróp Sódavatn   Aðferð Hristið saman fyrstu þrjú hráefnin og sigtið í glas með klaka. Fyllið glasið með sódavatni. Skreytið með sítrónu.

Bramble   Hráefni 50 ml Martin Miller's Gin  20 ml sítrónusafi 15 ml sýróp 5 Creme de Mure   Aðferð Hellið hráefnunum í glas með klaka og skereytið með brómberi.

Negroni   Hráefni 3 cl Martin Millers gin 3 cl Antica Formula Vermouth 3 cl Campari 1 Appelsínusneið Klaki Aðferð Blandið öllum hráefnum saman í glas með klaka og skreytið með appelsínusneið.

White Lady í gulum klæðum   Hráefni 60 cl Cointreau 30 cl Martin Miller‘s gin 60 cl Ástríðu-ávaxta safi 30 cl eggjahvíta Safi úr ½ sítrónu Klakar Aðferð Setjið öll innihaldsefni saman í kokteil hristara og hristið vel. Hellið drykknum í gegnum sigti ofan í kokteilglösin. Uppskrift Linda Ben