Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni
 

Freyðivín

Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín fram yfir kampavín þar sem verðmunur er mikill. Góð þumalputtaregla er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því þurrari fordrykkir örva matarlystina á meðan sætari fordrykkir sefa hana. Fyrir þá sem vilja hafa fordrykkinn sætari er betra að velja hálfsætt en sætt þó ekkert sé útilokað í þessum málum. Varðandi magn má reikna með að freyðivínsflaska dugi í 7 glös af venjulegri stærð og oftast er reiknað með 2 glösum á mann. Við tókum saman nokkrar freyðivínstegundir sem óhætt er að mæla með fyrir næstu veislu.

Lamberti Prosecco 1999 kr.

Klassískt Prosecco (freyðivín) frá Ítalíu. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín. Prófið með léttum forréttum.

Mont Marcal Brut Reserva 1.999 kr.

Yndislegt Cava (freyðivín) frá Katalóníu á Spáni. Virkilega vel gert freyðivín á frábæru verði. Prófið með sushi.

Emiliana Organic sparkling 2.199 kr.

Ný vara í Vínbúðinni, lífrænt freyðivín frá Chile. Létt og þægileg freyðing, ósætt með ferska sýru. Flottur fordrykkur með léttum smáréttum.

Willm Cremant d‘Alsace Brut 2.499 kr.

Fágað freyðivín frá Willm í Alsace í Frakklandi, framleitt með sömu aðferð og stuðst er við í Champagne. Þétt og þægilegt bólustreymi, þægileg uppbygging og gott jafnvægi út í gegn. Prófið með skelfisk.

Nicolas Feuillatte Brut Reserve 4.999 kr.

Fínlegt og vandað kampavín á frábæru verði. Glæsileg uppbygging í munni, viðkvæmt, ferskt með góða endingu. Prófið með reyktum lax.

 

Share Post