Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Bestu rauðvínin með grillinu í sumar

Grilltímabilið er í hámarki og þjóðarrétturinn, grillmatur af ýmsu tagi, kitlar bragðlauka landsmanna, funheitur og bragðmikill, nýkominn af opnum eldi. Það má vitaskuld grilla allt sem að grilli kemur yfirleitt og eftir því er mismunandi hvað hentar með matnum. En sé meiningin á annað borð að grilla kjöt þá er gott rauðvín ómissandi. Sé rauðvínið vel parað með kjötinu þá fæst ekki aðeins matur og drykkur sem passar vel saman, heldur dregur það besta fram í hvort öðru. Vinó tók saman nokkur frábær rauðvín í öllum verðflokkum sem steinliggja með grillkjötinu í sumar!

Ramon Roqueta Reserva

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungatannín. Kirsuber, skógarbotn, létt eik. Prófið með grilluðu lambi eða svínakjöti. Verð 1.899 kr.

 

Fortius Roble Tempranillo

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, sveit. Prófið með grilluðum kjúkling. Verð. 1.899 kr.

 

Adobe Syrah Reserva

Lífrænt. Rúbínrautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, laufkrydd, eik, lakkrís. Prófið með grilluðu nautakjöti, lambi eða svínakjöti. Verð. 1.999 kr.

 

Flor De Crasto

Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, kirsuber, lyng.

Prófið með grilluðum kjúkling eða svínakjöti. Verð 2.299 kr.

 

Cune Roble

Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, brómber, lyng, fjólur. Prófið með grilluðum kjúkling. Verð. 2.499 kr.

 

Amalaya Tinto de Corte

Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, lyng, laufkrydd. Prófið með grilluðu lambi eða svínakjöti. Verð 2.499 kr.

 

Cune Reserva

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, kirsuber, laufkrydd, tunna. Prófið með grilluðu lambi eða nauti. Verð. 2.699 kr.

 

Hess Select Cabernet Sauvignon

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, mild sýra, miðlungstannín. Kirsuber, plóma, sveskja. Prófið með grilluðum kjúkling. Verð. 2.799 kr.

 

Camino Dominio Romano

Lífrænt. Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Þroskuð kirsuber, plóma, eik, skógarbotn, barkarkrydd. Verð. 2999 kr.

 

Emiliana Coyam

Lífrænt. Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, eik, barkarkrydd. Prófið með grilluðu nauti eða lambi. Verð 3.499 kr. Gyllta Glasið 2018

 

Roquette & Cazes

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Brómber, kirsuber, eik, lyng, vanilla, appelsína. Prófið með grilluðu nauti eða lambi. Verð. 3.799 kr.

 

Imperial Reserva Rioja

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, sólber, sppelsína, laufkrydd, vanilla. Prófið með grilluðu lambi eða nauti. Verð. 3.999 kr.

Share Post