Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Það var þyrstur mannfjöldi – og langþreyttur á ranglátu bjórbanni – sem myndaði langar biðraðir við útsölustaði Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins fyrsta dag marsmánaðar á því Herrans ári 1989. Þann daginn lauk nefnilega 74 ára gömlu bjórbanni á Íslandi og landsmönnum leyfðist loks á ný að versla sér bjór.

Milliríkjaviðskipti til bjargar, nú sem oftar

Mörgum kann að þykja það einkennilegt, ekki síst þegar litið er til baka, að bjórinn hafi verið bannaður – hann, sem er með lægsta áfengisinnihaldið miðað við rúmmál – á meðan vandræðalaust var að nálgast léttvín, styrkt vín og meira að segja brennivín, allan þann tíma sem bjórinn var bannaður. Í raun var þannig í pottinn búið að allt áfengið var bannað með lögum árið 1915, en milliríkjaviðskipti höfðu sín áhrif á bannið þegar leið á.

Spánverjar brjóta ísinn

Spánverjar voru nefnilega ekki hressir með að Íslendingar keyptu ekki lengur af þeim vín og hótuðu að hætta alfarið að kaupa saltfisk frá Íslandi nema vín yrði keypt í staðinn. Hér var um þjóðarhagsmuni að ræða því tekjurnar af umræddri saltfisksölu voru verulegar, og voru þeir því teknir yfir hina meintu lýðheilsuhagsmuni sem áttu að liggja banninu til grundvallar. Afráðið var því á Alþingi að gefa undanþágu sem leyfði eingöngu innflutning á víni frá Spáni og tók hún gildi árið 1922.

Svo var allt leyft – nema bjórinn!

1. febrúar 1935 tóku svo gildi lög sem leyfðu innflutning og sölu á öllum áfengum drykkjum nema sterkum bjór, þ.e.a.s. með sterkara áfengisinnihald en 2,25% af rúmmáli. Þetta er óneitanlega furðuleg lagasetning þegar haft er í huga að áfengisbanninu frá 1915 hefur þegar þarna er komið við sögu verið í sjálfu sér aflétt, nema að því leytinu að bjórinn – sem er jú veikasti áfengisdrykkurinn – er bannaður eftir sem áður. Það þarf ekki að koma á óvart að þegar á þessum tíma hafi mörgum þótt lögin orðin að ólögum.

Loksins, loksins!

Það er ekki fyrr en heilum 54 árum síðar sem Íslendingar mega löglega kaupa sér bjór í verslunum hér á landi. Þegar þarna var komið var bannið farið að snúast upp í afkáraskap, sem meðal annars lýsti sér í því að aðeins flugáhafnir máttu kaupa bjór í Fríhöfninni í Keflavík, en enginn utan hennar, galið sem það nú er. Þá tóku öldurhús borgarinnar sum hver upp á þeirri skondnu nýbreytni að selja svokallað bjórlíki, sem var léttöl styrkt með brennivíni. Þetta hljómar allt saman hlægilega í dag, en einstaklingar fæddir á bjórbannstímabilinu 1915 – 1989 lifðu margir hverjir ævina á enda án þess að geta labbað út á pöbb til að fá sér einn kaldan. Það er sorgleg og hreint óskiljanleg skerðing á mannréttindum.

 

Þeir riðu á vaðið – bjórtegundirnar 1. mars 1989

Forvitnir kunna að spyrja hvaða bjórtegundir var að finna í hillum áfengisverslana ríkisins þegar stóri dagurinn rann upp. Það var hinn ameríski Budweiser, Tuborg, Löwenbräu, Egils Gull, Kaiser og Sanitas Lageröl. Þeir tveir síðastnefndu eru horfnir úr Vínbúðunum fyrir margt löngu en hinir eru þar enn, og nú í félagsskap ótalmargra annarra bjórtegunda frá ýmsum löndum og af margs konar bjórstílum.

Og vinsælasti bjórinn var…

Eins og við var að búast var bjórneyslan mikil fyrsta kastið enda um menningarsöguleg tímamót að ræða fyrir landsmenn. Neyslan dróst aftur á móti fljótlega saman og nýjabrumið varði ekki ýkja lengi. Til marks um það þá drukku landsmenn rúmlega 3 milljónir lítra af bjór fyrstu fjóra mánuðina eftir að bjórinn var leyfður á ný. Þá sex mánuði sem eftir voru þá af árinu 1989 drukku þeir um 3,5 milljónir lítra. Til gamans má svo geta þess að í árdaga hins nýleyfða bjórs hér á landi var það hinn þýski Löwenbräu sem bar höfuð og herðar yfir aðra bjóra hvað vinsældir varðar. Reyndar var það hinn bandaríski Budweiser sem seldist mest fyrsta daginn og hreinlega kláraðist, en hann lauk árinu 1989 í þriðja sæti. Þess má líka geta að Beck’s kom til sölu í „Ríkinu” seinna um sumarið og náði strax miklum vinsældum. Reyndar varð hann svo vinsæll að hann reyndist í 5. sæti í lok árs yfir mest seldu bjóra á landinu, þrátt fyrir að byrja mun seinna í sölu en aðrir bjórar á listanum. Óhætt er að segja að ýmislegt, eiginlega næstum allt, hefur breyst hvað varðar úrval bjórs í boði hér á landi og áhuga Íslendinga á bjór, en enn þann dag í dag er Löwenbräu mest seldi þýski bjórinn og Beck’s er í öðru sæti.

 

Að fagna af skynsemi og ábyrgð

Það er því rétt að halda 1. mars hátíðlegan hvert ár því þá tók áfengismenning Íslendinga stórstígum framförum, svo ekki sé meira sagt. „Ein lítil löggjöf fyrir Alþingi, eitt risaskref í átt að betri vínmenningu”, eins og þar stendur. En margir börðust fyrir þessum sjálfsögðu mannréttindum, meiripartinn af 20. öldinni, án þess að sjá árangur af erfiði sínu í lifandi lífi. Það er því rétt að lyfta glasi af góðum bjór, hugsa hlýtt til þeirra hugsjónamanna og –kvenna sem lögðu sitt af mörkum fyrir málstaðinn og njóta svo bjórsins með ábyrgum og skynsamlegum hætti.

 

Gleðilegan bjórdag, kæru vinir, og skál!

Einfaldur og ljúffengur humar í hvítlauks smjöri

Linda Ben ritar:

Hráefni

 • 400 g Humar skelflettur
 • 200 g Smjör (ósaltað)
 • 2 Hvítlauksgeirar
 • Salt og pipar
 • Börkur af ½ sítrónu
 • Fersk steinselja
 • Baguette

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að bræða smjörið í potti. Rífið hvítlauksrifin út í smjörið. Slökkvið undir smjörinu.
 2. Þerrið humarinn vel og setjið hann út í smjörið, setjið lokið á pottinn og leyfið humrinum að eldast hægt og rólega í heita smjörinu, ca 15 mín.
 3. Rífið börkinn af hálfri sítrónu út í smjörið með humrinum.
 4. Berið fram með baguette og ferskri steinselju.

 

Með þessum rétt mælir Vínó með Willm Pinot Gris

 

 

Vínótek segir:

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

2017 var hið fínasta ár í vínrækt í Alsace. Eftir kaldan vetur brast á með hlýju vori og heitu, sólríku sumri og aðstæður út uppskerutímann voru hagfelldar. Þetta Pinot Gris vín er auðvitað ennþá töluvert ungt, það er ekki liðið eitt og hálft ár frá því þrúgurnar voru tíndar. Ljóst á lit og þægileg, svolítið krydduð sítrusangan í nefi, sítrónubörkur, greip, sykurlegnar perur, hvít blóm. Ferskt og þægilegt í munni, örlítil sæta sem gefur ávextinum fyllingu, vínið er ekki alveg skrjáfþurrt, fín lengd.

2.599 krónur. Frábær kaup. Með austurlenskum réttum.

 

Mjúkur hunangs kokteill

Linda Ben ritar:

Hunangssíróp

 • 300 ml vatn
 • 2 msk hunang

Kokteill

 • Fullt glas af klökum
 • 3 cl Jim Beam Black
 • Hunangssíróp
 • Appelsínubörkur
 • Ferskt timjan

Aðferð

 1. Setjið vatn ásamt hunangi í pott og hitið þar til hunangið er bráðnað. Kælið.
 2. Fyllið glas af klökum. Setjið viskí ásamt appelsínuberki og fersku timjan í glasið, toppið með hunangssírópi.

Humarsúpa eins og hún gerist best

Marta Rún ritar

Hráefni fyrir 4

 • 800 g humar
 • 8 msk smjör
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 gulrætur
 • 2 sellerí
 • 1 laukur
 • 2 msk tómatpúrra
 • 2 tsk paprikukrydd
 • Salt
 • Pipar
 • 2,5 líter sjávarrétta eða fiskisoð
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 msk karrý
 • 1 tsk chillisulta
 • 500 ml rjómi
 • 1 dl þurrt hvítvín
 • 1 búnt steinselja

Aðferð:

1. Takið humarinn úr skelinni. Finnið til pott og bræðið 1 msk af smjöri við miðlungshita og steikið skeljarnar, gulræturnar, selleríið og hálfan lauk þangað til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið tómatpúrru, paprikukryddi, salti og pipar útí og steikið saman í um 2 mínútur. Bætið fiskisoðinu við og látið malla í 1,5 klst. Sigtið soðið frá í lokinn.

2. Notið sama pott. Bræðið 3 msk af smjöri og steikið hinn helminginn af lauknum og hvítlaukinn þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið við karrýkryddi og steikið í rúma mínútu til viðbótar. Bætið við 1 bolla af rjóma, 1 dl af hvítvíni og chillísultu útí og sjóðið saman á lágum hita í 15-20 mínútur. Bætið soðinu saman við og látið malla í aðrar 30 mínútur.

3. Léttþeytið restina af rjómanum. Bræðið smá smjör á pönnu við miðlungshita. Saltið og piprið humarhalana á báðum hliðum og steikið uppúr smjörinu í 3-5 mínútur.

Setjið súpuna í skál, nokkra humarhala útí og berið fram með þeyttum rjóma og steinselju.

Með þessum rétt mælir Vínó með Saint Clair Vicar’s Choice Pinot Gris Riesling Gewurztraminer 2015

Vínótek segir:

Þrúgurnar Pinot Gris, Riesling og Gewurztraminer eiga það allar sameiginlegt að vera meginþrúgur Alsace-héraðsins í norðausturhluta Frakklands. Það vantar einungis eina af hinum „göfugu“ þrúgum Alsace (Cépages Noble) nefnilega Muscat í þessa nýsjálensku blöndu frá Saint Clair.

Vínið hefur bjartan, ljósgulan lit og nef þess er ferskt og aðlaðandi, sætur sítrusbörkur, mangó, hunang og steinolía,  feitt, ferskt og nokkuð þurrt í munni.

2.299 krónur. Frábær kaup.

 

Basil Gimlet kokteill helgarinnar

Linda Ben ritar:

Hráefni

 • 30 ml gin
 • 5-6 stór basil lauf
 • Safi úr ½ lime
 • 50 ml sykur síróp
 • 2 dl klakar

 

Sykur sýróp

 • 2 dl sykur
 • 3 dl vatn

Aðferð

 1. Byrjað er á að gera sykursíróp (má gera daginn áður t.d., geymist vel í kæli í lokuðum umbúðum). Setjið sykur og vatn í pott, hitið þar til öll sykurkornin eru bráðnuð saman við, hellið sykursírópinu á flösku eða annað ílát og kælið.
 2. Setjið gin og basil lauf í kokteilhristara, merjið laufin saman við ginið. Kreistið ½ lime út í, setjið sykur síróp og klaka í kokteilhristarann og hristið vel og kröftuglega saman.
 3. Hellið í gegnum sigti í kokteil glas og skreytið með basil laufum.

 

Ítalskt spaghetti með hráskinku tómötum og ólífum

Marta Rún ritar:

 

Uppskrift miðast við 2

Hráefni:

450 g spaghetti
5 hvítlauksgeirar
½ lítill laukur
130 g svartar ólífur án steina
4 smátt skornir tómatar
½ bolli hvítvín
2 msk tómatpúrra
parmesan ostur
lúka af smátt saxaðri steinselju
1 tsk þurrkaður chillipipar (má sleppa, mér finnst smá sterkt passa við)
200 g parmaskinka

 

Aðferð:

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Sigtið vatnið frá og hellið smá olíu yfir og hrærið saman svo það festist ekki saman.
Finnið til stóra pönnu og steikið hvítlaukinn og laukinn á miðlungshita í 2-3 mínútur.
Bætið við ólífum og tómötunum og steikið 2-3 mínútur í viðbót.
Bætið hvítvíninu við, síðan tómatpúrrunni og hrærið öllu vel saman.

Bætið svo spaghettíinu við og blandið saman.
Rífið vel af parmesan osti yfir, þurrkað chilli og saxaðri basilíku og rúllið upp nokkra hringi af hráskinku hér og þar eins og myndin sýnir og piprið aðeins með svörtum pipar.
Berið fram með parmesan osti, saxaðir basilíku, svörtum pipar.

Með þessum rétt mælir Vínó með Lamberti Pinot Grigio

Vínótek segir:

Ítalska þrúgan Pinot Grigio nýtur mikilla og vaxandi vinsælda og stefnir hraðbyri í að verða næstvinsælasta þrúga heims á eftir Chardonnay.
Hér er eitt ágætis eintak frá vínhúsinu Lamberti í Veneto á Ítalín þrúgurnar í vínið koma bæði frá Veneto og Trentino.
Vínið er ljósgult á lit með grænum tónum, fersk angan af þroskuðum perum og grænum eplum, sítrus, sítróna og sítrónubörku, ferskt og þægilegt.

Snittur með mascapone osti og berjum

Linda Ben ritar:

Hráefni:

Súrdeigs Baguette brauð

Mascapone ostur

Hindber

Bláber

Jarðaber

Basil

 

Aðferð:

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

Skerið brauðið í sneiðar, raðið sneiðunum á ofngrind og bakið í 2 mín á hvorri hlið svo það verði létt ristað.

Smyrjið hverja sneið með frekar þykku lagi af mascapone osti.

Skerið jarðaberin niður í bita, raðið á brauðsneiðarnar ásamt bláberjum, hindberjum og basil.

Með þessum rétt mælir Vínó með Nicolas Feuillatte Brut Reserve

Margverðlaunað og eitt mest selda kampavín Frakklands. Þetta er fínlegt og vandað kampavín á frábæru verði. Fallega ljóssítrónugult á lit, létt fylling, ósætt og sýruríkt. Í nefi ferskur hvítur ávöxtur, epli, perur og ferskjur. Glæsileg uppbygging í munni, viðkvæmt, ferskt með góða endingu. Frábært kampavín í fordrykk og með léttum forréttum.

Kjúklingaborgari með heimagerðri BBQ sósu og hrásalati

Marta Rún ritar

Mér þykir ótrúlega gama að deila með ykkur uppskriftum sem ég prófa. Þessi uppskrift slóg algjörlega í gegn og er að finna í uppskriftabók eftir Chrissy Teigen. Rifinn kjúklingur í heimagerðri BBQ sósu á hamborgarabrauði með hrásalati. Þetta eru nokkur hráefni og tekur smá tíma að elda þennan rétt en það er vel þess virði. Það kannast ef til vill margir við Pulled Pork samloku en þessi réttur er í raun afar svipaður nema í staðinn fyrir svínakjöt er notaður kjúklingur. Mér fannst þessi réttur persónulega alveg jafn góður ef ekki betri!

Uppskrift fyrir 6

Hráefni fyrir kjúklinginn

575g úrbeinuð kjúklingalæri
1 sátt saxaður laukur
3 hvílauksgeirar
2 msk tómatapúrri
125 ml tómatsósa
85 ml tómata sósa (heinir tómatar hakkaðir í sósu í dós)
60 ml eplaedik
2 msk púðursykur
1 tsk sinnepsduft
1 tsk þurrkaður chilli
60 ml vatn
Salt & pipar
Olía
Hamborgarabrauð

Hráefni fyrir hrásalatið

225 g hvítkál
225 g rauðkál
1 gulrót
Sirka 10 cm af blaðlauki eða 3 ræmur vorlaukur
150 g ananas í dós, smátt saxaður
180 ml mæjónes
2 msk. eplaedik
salt & pipar

BBQ Kjúklingurinn
Aðferð:

 1. Saltið og piprið kjúklinginn vel á báðum hliðum. Finnið til stóran pott og hitið hann á miðlungshita með olíu. Steikið kjúklinginn á báðum hliðum þar til hann hefur fengið gullbrúnan lit. Betra er að gera það í nokkrum skömmtum ef potturinn er ekki nógu stór fyrir allan kjúklinginn. Færið kjúklinginn síðan yfir á disk.
 2. Bætið smátt söxuðum lauk í sama pott og steikið hann í 10 mínútur eða þangað til hann er orðinn gullbrúnn. Bætið þá hvítlauknum útí og steikið í 2 mínútur til viðbótar.
 3. Þar næst bætið þið tómatpúrrunni við og steikið í aðrar 2 mínútur.
 4. Tómatsósa, 60 ml af vatni, eplaedik, púðursykur, chillikrydd, sinnepsduft, salt og pipar er síðan skellt út í pottinn. Blandið öllu vel saman og hækkið í hitanum og fáið suðuna upp. Lækkið síðan hitann og látið malla í 5 mínútur eða þangað til að sósan hefur þykknað.
 5. Bætið kjúklingum við í pottinn ásamt öllum safanum sem hefur myndast á disknum. Látið kjúklinginn malla í sósunni á lágum hita í klukkutíma. Fylgist með inná milli og ef sósan er of þykk þá bætið þið við örlitlu vatni inná milli. Takið af hitanum  og leyfið kjúklingum aðeins að kólna. Finnið til tvo gaffla og rífið kjúklinginn niður í ræmur.

Hrásalat
Aðferð:

 1. Smátt saxið hvítkálið, rauðkálið, gulrótina og ananasinn í stóra skál. Blandið saman mæjónesi, eplaediki, salti og pipar í aðra skál og hellið síðan yfir í stóru skálina og blandið öllum hráefnunum saman. Setjið inní ísskáp á meðan kjúklingurinn er að eldast.
 2. Setjið kjúklinginn á hamborgarabrauð, hrásalatið yfir og lokið.

Berið fram með frönskum og köldum bjór.

Heitt súkkulaði með Stroh og sykurpúðum

Hráefni:

4 cl Stroh

2 msk. sykur

2 tsk. vanillusykur

4 msk. kakó

40 g dökkt súkkulaði

400 ml mjólk

Aðferð:

Blandið kakó dufti, dökkusúkkulaði, mjólk, 2 msk sykur og 2 tsk vanillusykur í pott og hrærið saman við vægan hita.

Takið pottinn af hitanum og bætið 4 cl af
Stroh rommi útí pottinn og hrærið.

Hellið kakó blöndunni í bolla og berið fram með sykurpúðum.