Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Indverskt kjúklingasalat

Marta Rún hjá Femme.is ritar

Margir fylgdust með mér gera þetta salat á Snapchat þannig ég ákvað að birta það á blogginu líka. Mjög gott salat með indversku ívafi.

Kjúklingur

1 pakki úrbeinuð kúklingalæri eða kjúklingalundir
1 tsk karrý
1 tsk chilliduft
1/2 kreist lime
olía
salt og pipar

Aðferð:

Kjúklingurinn er skorin í litla og bita settur í skál ásamt kryddinu, limesafanum og olíunni. Þessu er síðan öllu blandað saman.
Best er auðvitað að þetta fái að marenerast í 2-3 klukkutíma en ef þú hefur lítinn tíma þá kemur alveg nóg bragð.
Kjúklingnum er síðan raðað á spjót.
Síðan eru kjúklingaspjótin steikt á pönnu á miðlungshita í 8-10 mín.

Salatblandan má vera eins og þér finnst best en ég mæli með að hafa mango því það passar svo vel við kryddin.

Kálblanda
Rauðlaukur
Avocado
Mango
Gúrka

 

Dressing

1 dós hreint jógúrt
1-2 matskeiðar af mango chutney
1/2 tsk karrý
1/2 fersku chilli (má sleppa)
Smakkaðu sósuna til og bættu meira af því sem þér finnst gott.
Ég t.d set alveg 2 matskeiðar af mango chutney og vel af chillipipar.

Salthnetur og pistasíur saxaðar yfir salatið.

Gott er að bera fram naanbrauð með salatinu.

Við mælum með Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc víninu með salatinu en hér má finna fleiri tillögur.

Share Post