Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Fordrykkur í brúðkaupið

Brúðkaupsdagurinn er í hugum flestra einn stærsti hátíðisdagurinn sem við upplifum um ævina. “Et, drekk, og ver glaður!” er máltæki sem á mjög vel við og rétt eins og venja er þegar tilefni er til; við lyftum glasi brúðhjónunum til heiðurs og drekkum þeim heillaskál. Hlýhugur, gleði og góður drykkur allt í einni upplifun, og þar sem tugir glasa fara á loft saman – þar er gaman.

 Brúðkaupsveislur lúta hefðum að mörgu leyti og það er út af fyrir sig skiljanlegt; dagurinn á auðvitað að vera fullkominn og þá hikar maður við að prófa eitthvað mjög ævintýralegt eða nýstárlegt. Engu að síður eru margar leiðir til að bjóða upp á drykkjarföng með frumlegum hætti sem gestirnir munu örugglega leggja á minnið og gætu vel orðið að brúðkaupshefð í tímans rás. Allar hefðir byrjuðu jú einhvers staðar á góðri hugmynd.

 Cointreau Fizz kokteill í brúðkaupið

Cointreau Fizz er mjög einfaldur í gerð, það eina sem þarf er 5 cl af Cointreau, 20 cl lime safa ( ½ lime) og sódavatn og Voila! Fallegur, ferskur og frábær fordrykkur fyrir veisluna.

  

Notaðu sköpunargleðina og tvistaðu Cointreau Fizz drykkinn þinn upp með ferskum ávöxtum eins og berjum, appelsínu eða epli. Einnig hægt að nota jurtir eða krydd, t.d. mintu, basil, rósmarín, chilli eða engifer. Um að gera að nota hugmyndaflugið og búa til sína eigin útgáfu af Cointreau Fizz sem passar fullkomnlega inn í þema brúðkaupsins. Einnig skemmtileg hugmynd að leyfa gestum brúðkaupsins að útbúa sinn eigin fordrykk á meðan þeir bíða t.d. eftir brúðhjónunum úr myndatöku.

Cointreau Fizz

5 cl Cointreau

½ lime (ferskur lime safi)

Sódavatn

Klakar

Lestu um sögu Cointreau hérna

Skál fyrir brúðhjónunum!

 

Adobe Reserva Syrah 2015

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile sem að framleiðir Adobe-línuna er einn stærsti framleiðandi lífrænna vína í heiminum og þar er að auki stundaður lífefldur eða “biodynamic” landbúnaður.

Syrah er þrúga sem alltaf er að koma betur og betur í ljós hversu vel hentar aðstæðum í Chile. Þetta rauðvín er gert úr þrúgum frá Rapel sem er stórsvæði er nær til Colchagua og Calchapoal í miðdalnum suður af Santiago.

Vínið er mjög dökkt, svartur sólberjaávöxtur, mild myntuangan og viður, vínið er kröftugt, svolítið agressívt ennþá þegar kemur að tannínum en mýkist hratt ef maður leyfir því að bíða í smástund, mælt er með umhellingu. Það er líka enn ansi ungt, mun halda áfram að batna á næstu 1-2 árum.

1.999 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Með grilluðu lambi.

Það er ýmislegt sem sagan getur þakkað hinum fornu menningarheimum Suður- og Mið-Ameríku. Mayar, Inkar og Aztecar voru um margt stórmerkilegir þjóðflokkar og það voru Aztecarnir í Mexíkó, vel að merkja, sem uppgötvuðu það sem síðar varð að tequila. Á 9. öld uppgötvuðu þeir nefnilega aðferð til að gerja safann úr agave-plöntunni, svo úr varð drykkur sem nefnist pulque [les. púlke]. Djúsinn sá varð í þeirra augum heilagur og takmarkaðist neysla hans við sérstakar yfirstéttir inn samfélags þeirra.

 

Á 16. öld höfðu spænsku conquistadorarnir farið um heimshlutann og skilið eftir sig sviðna jörð. Það eina góða sem kom út úr þeirri ógnarstjórn nýlenduherranna var að þeim hugkvæmdist að eima pulque. Þannig varð til brennivínið mezcal. Af agave-plöntunni eru til um 120 mismunandi afbrigði og í fyllingu tímans gerðu menn sér grein fyrir þeim sannleika að mezcal úr hinum svokölluðu bláu agave plöntum reyndist öðrum betra og ljúfara á bragðið. Það hlaut nafnið hljómfagra – tequila – eftir samnefndri borg þar sem bláa agave plantan óx og gerir enn.

Saga Sauza, eins þekktasta framleiðanda tequila í heimi, hefst svo árið 1873 þegar Don Cenubio Sauza festir kaup á gamalli tequila-gerð og nefnir upp á nýtt „La Perseverancia“ sem merkir „sú sem heldur út“. Hann reyndist út af fyrir sig sannspár með þessari nafngift því Sauza hefur þraukað í gegnum miklar þrautir allt til dagsins í dag. Þar á meðal er fyrst að nefna mexíkósku byltinguna og borgarastríðið sem geysaði á árunum frá 1910 til 1920. Þá var við stjórnvölinn sonur stofnandans, Don Eladio Sauza, en hann var aðeins tvítugur að aldri þegar hann tók við taumunum árið 1903. Hinn ungi Don Eladio var slyngur í viðskiptum og tengdi tequila markvisst við þjóðarstolt á þessum umbrotatímum og þó fátt væri fast í hendi í byltingunni, þegar frændur gátu fyrirvaralaust orðið fjendur, þá átti tequila vísan stað í hjarta heimamanna og tengdist mexíkóskri þjóðarsál um ókomna tíð.

 

Vinsældir tequila urðu gríðarlegar og menn víða um heim sáu sér leik á borði með að framleiða það, eða í það minnsta eitthvað í líkingu við tequila, hér og þar um heiminn. Þetta fór skiljanlega í taugarnar á mexíkóksum framleiðendum hins sanna tequila og þriðji ættliður Sauza-leiðtoga, Don Francisco Javier Sauza, fékk loks ríkisstjórn Mexíkó til að lýsa því yfir árið 1974 að tequila mætti aðeins nefnast svo ef það væri framleitt í borginni Tequila í Mexíkó. 23 árum síðar, árið 1997, var lögfest að tequila yrði að  minnst 51% innihalds tequila verði að vera úr bláa agave-afbrigðinu “Tequilana Weber” sem ræktað er í héruðunum Jalisco eða Nayarit í Mexíkó. Sauza hefur þó ekki látið við slík lágmörk sitja heldur eru Sauza Tequila ávallt 100% framleitt úr hinu bláa agave.

 

Sauza hefur ávallt gætt þess að vera í fararbroddi hvað framangreind skilyrði varðar og það hefur skilað sér í því að það náði þeim stalli árið 2007 að vera í 15. sæti á heimsvísu á listanum yfir mest seldu sterku áfengistegundirnar. Það er sömuleiðis langvinsælasta tequila veraldar. Um gæði Sauza þarf út af fyrir sig ekki að fjölyrða og þátt þeirra í vinsældunum, en hitt er líka óumdeilt að tequila er afskaplega þægilegt og auðdrekkanlegt, hvort sem þess er notið óblandað sem skot eða í hinum ótal kokteilum og drykkjarblöndum sem til eru með tequila enda blandast það framúrskarandi vel með hvers konar drykkjum og bragðgjöfum.

Tequila er til í nokkrum mismunandi útfærslum og munar mestu um hvort og þá hversu lengi vökvinn er látinn þroskast á eikartunnum.

Hvernig væri að prófa?

Sauza Silver er til að mynda kristaltært, í nefi má greina grænt epli, blómatón og fingerðan kryddkeim. Í munni er sætur agave-keimurinn þrunginn grænu epli og sítrustónum.

Sauza Gold er aftur á móti fagurgyllt á litinn og í nefi eru karamellu- og vanillutónar allsráðandi, rétt eins og bragðið er í munni.

 

 

Engum blöðum er um það að fletta að franski appelsínulíkjörinn Cointreau er einn sá vinsælasti sem framleiddur er í heiminum. Ekki einasta er hann vinsæll einn og sér, ellegar drukkinn út á ís, heldur er hann með allra vinsælustu íblöndunardrykkjum fyrir kokteila af öllu tagi. Cointreau er meðal annars opinberlega einn af drykkjunum sem nota skal þegar blandaður er alvöru Cosmopolitan, samkvæmt alþjóðasamtökum barþjóna (IBA – International Association of Bartenders). Íslendingar hafa líka löngum haft mikið dálæti á þessum ljúfa en um leið kraftmikla drykk og því ekki seinna vænna en að þeir læri að bera nafnið fram rétt; það er ekki kon-tru heldur kwen-tró. Segið það með mér: kwen-tró.

 

Sætabrauðsbræður söðla um

Árið er 1849 í bænum Angers í Leirudalnum í Vestur-Frakklandi. Bræðurnir Adolphe og Edouard-Jean Cointreau eru í þungum þönkum yfir framtíð og rekstri sætabrauðs- og sælgætisverslunar þeirra. Kökur og konfekt eru ekki að gefa nóg af sér og þeir eru að hugsa sér til hreyfings hvað fjölskyldufyrirtækið varðar. Ekki er vitað með vissu hvor bræðranna átti hugmyndina en snilldargóð var hún: að hætta í sætindum og sætabrauði en nota aðföngin eftir sem áður til að búa til áfenga drykki, en sætt, sterkt áfengi var gríðarlega vinsælt um þær mundir um leið og framboðið var ákaflega takmarkað. Með þessu móti þurfti hvorki að kasta lagerbirgðum frá fyrri rekstri né heldur koma á fætur nýjum viðskiptasamböndum. Það eina sem breyttist var varan sem þeir framleiddu.

Að smakka sig áfram, alla leið

Engu að síður var það meira en að segja það, að slá í gegn á drykkjavörumarkaðnum. Þeir Cointreau-bræður prófuðu sig áfram með mismunandi ávexti og varð kirsuberjalíkjörinn Guignolet talsvert vinsæll. Fyrirtækið gekk þokkalega en ekkert meira en það. Árið 1870 gekk svo Edouard yngri, sonur Edouard-Jean, til liðs við fjölskyldufyrirtækið með það fyrir augum að verða yfir-víngerðarmaður (e. master distiller) í fyllingu tímans. Hann tók þegar til við að prófa sig áfram með ýmsa ávexti, án þess að hitta á neina gullæð fyrstu árin. En þegar hann tók eftir síauknum vinsældum appelsínunnar meðal almennings fór hann að hugsa, og blanda. Að endingu datt hann niður á drykk þar sem börkur af sætum bæði og beiskum appelsínum fléttaðist saman í bragð sem honum fannst virka. Fleiri voru greinilega á sömu skoðun því drykkurinn sló samstundis í gegn og hann kom á markað árið 1875.

 

Vinsæll um allan heim

Síðan hefur mikill appelsínulíkjör runnið til sjávar, ef svo má að orði komast, og í dag eru næstum 14 milljón flöskur seldar á hverju ári. Vinsældirnar eru síður en svo staðbundnar því um 90% af framleiðslunni er flutt út og neytt um heim allan. Eins og framar greindi eru vinsældirnar ekki síst tilkomnar af því drykkurinn er með ólíkindum fjölhæfur þegar kemur að gerð hanastéla og Cointreau er með öllu ómissandi þegar sígildir kokteilar á borð við Sidecar, Ritz Cocktail og að sjálfsögðu Cosmopolitan eru galdraðir fram. Um leið er líkjörinn lykilatriði í hanastélum eins og Ginger Mint Margarita, Cointreau Bramble og hinn óviðjafnanlega sumarlega Cointreau Fizz, þar sem appelsínulíkjörinn ásamt sódavatni, lime og fullt af klökum hressa bragðlaukana svo um munar. Hér getur þú fundið þrjár skemmtilegar Cointreau Fizz uppskriftir. Á heimasíðunni Cointreau.com er svo að finna fjölmargar spennandi uppskriftir að margs konar mergjuðum kokteilum og gráupplagt að hrista fram eitthvað elegant nú þegar sumarið er í þann mund að bresta á fyrir alvöru.

Skál og gleðilegt sumar!

Hugmynd að útskriftarveislu

Eftir langa og stranga próftíð, jafnvel með ritgerðarsmíð í ofanlag, er loksins komið að stóra deginum, sjálfri útskriftinni! Í útskriftinni gefst tækifæri á að safna saman fjölskyldu og vinum og þakka þeim fyrir að hafa stutt við bakið á þér og sýnt því skilning þegar þú þurftir stundum að fara snemma heim til þess að fara læra.

Þegar fagna á stórum tímamótum er ekkert sem jafnast á við það að taka tappann úr góðri freyðivínsflösku. Freyðivín er sannkölluð gleðibomba full að freyðandi fjöri sem allir hafa gaman af því að smakka á. Ef freyðvínið er hugsað sem fordrykkur er gott að hafa það í þurrara lagi. Við tókum saman nokkur tilvalin freyðvín fyrir útskriftina hér.

Freyðivín þarf ekki einungis að drekka eitt og sér heldur er það skemmtilegt í kokteila líka. Öll þekkjum við mímósuna, hinn fullkomna brönsdrykk, og hið ítalska spritz. Marta Rún gerði hins vegar mjög frumlegan freyðivíns kokteil um daginn fyrir þau sem vilja brjótast aðeins úr hefðunum.

Svo eru auðvitað sumir sem af einhverjum ástæðum geta ekki drukkið freyðivín sama í hvaða formi það er. Þá er borðliggjandi að bera fram kalt rósavín. Það er fínlegt og pínu hátíðlegt sem lætur engan líða útundan þegar skála á í glös. Hér eru nokkur góð rósavín sem við mælum með bæði sem fordrykkur og með pinnamat.

Það sem skiptir samt mestu máli í útskriftinni er að skemmta sér og njóta dagsins.
Til hamingju stúdentar!

Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín fram yfir kampavín þar sem verðmunur er mikill. Góð þumalputtaregla er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því þurrari fordrykkir örva matarlystina á meðan sætari fordrykkir sefa hana. Fyrir þá sem vilja hafa fordrykkinn sætari er betra að velja hálfsætt en sætt þó ekkert sé útilokað í þessum málum. Varðandi magn má reikna með að freyðivínsflaska dugi í 7 glös af venjulegri stærð og oftast er reiknað með 2 glösum á mann. Við tókum saman nokkrar freyðivínstegundir sem óhætt er að mæla með fyrir næstu veislu.

Lamberti Prosecco 1999 kr.

Klassískt Prosecco (freyðivín) frá Ítalíu. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín. Prófið með léttum forréttum.

Mont Marcal Brut Reserva 1.999 kr.

Yndislegt Cava (freyðivín) frá Katalóníu á Spáni. Virkilega vel gert freyðivín á frábæru verði. Prófið með sushi.

Emiliana Organic sparkling 2.199 kr.

Ný vara í Vínbúðinni, lífrænt freyðivín frá Chile. Létt og þægileg freyðing, ósætt með ferska sýru. Flottur fordrykkur með léttum smáréttum.

Willm Cremant d‘Alsace Brut 2.499 kr.

Fágað freyðivín frá Willm í Alsace í Frakklandi, framleitt með sömu aðferð og stuðst er við í Champagne. Þétt og þægilegt bólustreymi, þægileg uppbygging og gott jafnvægi út í gegn. Prófið með skelfisk.

Nicolas Feuillatte Brut Reserve 4.999 kr.

Fínlegt og vandað kampavín á frábæru verði. Glæsileg uppbygging í munni, viðkvæmt, ferskt með góða endingu. Prófið með reyktum lax.

 

Adobe Carmenere Reserva 2015

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile sem framleiðir Adobe-línuna er eitt af helstu vínhúsum heims þegar kemur að framleiðslu lífrænt ræktaðra vína. Carmenere er upphaflega frönsk þrúga, nánar tiltekið frá suðvesturhluta landsins í kringum Bordeaux. Í dag er hana hins vegar fyrst og fremst að finna í Chile.Vínið hefur ungan blæ yfir sér, dökkfjólubátt á lit, angan af sætum og krydduðum ávexti, bláber og kirsuber, í nefi einnig dökkt súkkulaði og krydd, svolítið piprað, í munni þykkt, sætur og mjúkur ávöxtur, mild tannín. 1.999 krónur. Frábær kaup. Vín með grillinu.

Sumarsalat með geitaosti

Marta Rún frá Femme.is ritar

Þegar vora tekur leitar hugurinn meira í léttari og ferskari mat í stað hins kröftuga og orkumikla mat sem við kjósum gjarnan á veturnar. Þó hitinn hafi lækkað eftir nokkra góða sumardaga er gott að eiga þessa salatuppskrift í handraðanum þegar sólin gerir næst vart við sig. Þetta er fullkomið sumarsalat með ferskum ávöxtum, geitaosti og hunangsbalsamik dressingu. Þú getur gert salatið eftir eigin höfði eftir því hvaða ávextir þér finnst góðir.

Hráefni:

Blandaður saltgrunnur

Geitaostur

3-4 tegundir af berjum eða ferskum ávöxtum

Hnetur

Þurrkaðir ávextir

Balsamikedik

Hunangi

Fersku berin geta verið jarðarber, bláber, hindber eða brómber en þau passa mjög vel með ostinum. Sætir ávextir, eins og plóma, ferskja, appelsína og epli, eru einnig hentugir.

Aðferð:

Geitaosturinn er penslaður með smá hunangi og settur inn í ofn í nokkrar mínútur.

Blandið saman berjunum, ávöxtunum, hnetunum og salatinu.

Blandið saman tveimur matskeiðum af balsamikediki og einni matskeið af hunangi og hellið yfir eða hafið til hliðar við salatið.

Setjið geitaostinn í salatið og njótið.


Með þessu salati er fullkomið að drekka ískalt rósavín

Við mælum með hinu katalónska Parés Balta Ros de Pacs þar sem hindbera- og rifsberatónar vínsins passa mjög vel við ávextina í salatinu og veita skemmtilegt jafnvægi á móti geitaostinum.


Þessi grein er fengin með góðfúslegu leyfi frá Mörtu Rún á Femme.is

Í maí og júní fara fram rósavíns þemadagar í Vínbúðunum þar sem lögð er sérstök áhersla á fróðleik og mataruppskriftir sem henta vel með rósavíni. Almenn regla er að bera rósavínið fram kælt og para það saman með léttum réttum. Við mælum með sumarlega salatinu hennar Mörtu Rún með glasi af vel kældu rósavíni. Hérna eru nokkrar rósavínstegundir í miklu uppáhaldi hjá okkur sem við mælum með fyrir sumarið.

Fortius Rosado 1.899 kr.

Rósavín frá Navarra á Spáni. Ljósjarðarberja rautt á lit, létt meðalfylling, ósætt og fersk sýra. Frábært rósavín. Prófið með skelfisk.

Adobe Reserva Rose Organic 1.999 kr.

Ný vara í Vínbúðinni. Lífrænt rósavín frá Chile, fallega laxableikt á lit, létt fylling og ósætt. Jarðarber og lauf. Prófið með sushi.

Adobe Reserva Rose Organic 6.990 kr.

Ný vara í Vínbúðinni. Fallega ljóslaxableikt á lit. Létt fylling, ósætt, mild sýra. Jarðarber. Yndislegt lífrænt rósavín í kassa, frábært í útileiguna eða bústaðinn í sumar.

Pares Balta Ros de Pacs 1.999 kr.

Lífrænt rósavín frá Katalóníu á Spáni. Fallega ljós jarðaberjarautt á lit, ósætt, létt fylling og sýruríkt. Fersk hinder og rifsber. Prófið með kjúklingasalati.

Cune Rioja Rosado 1.999 kr.

Yndislegt rósavín frá Rioja á Spáni. Fallega ljósjarðarberjarautt, létt meðalfylling, ósætt og fersk sýra. Jarðarber, hindber, laufkrydd. Prófið með pizzu eða góðum pastarétti.

Muga Rioja Rosado 2.599 kr.

Fágað og glæsilegt rósavín frá Muga. Föl laxableikt á lit, ósætt, fersk sýra. Ferskja, hindber, suðrænn ávöxtur. Prófið með austurlenskum mat eða góðum fiskrétti.

Það er fátt vorlegra en lyktin af ferskri basilíku. Þegar henni er svo blandað með jarðarberi, Cointreau og lime er kominn þessi fíni vorkokteill sem gott að er njóta nú þegar bærilegt er úti á verönd.

Hráefni

3 cl Cointreau

Safi út ½ lime

1 jarðaber skorið til fjórðungar.

2-3 Basilíkulauf

Sódavatn

Aðferð

Kremdu jarðarberið og basilíkuna í botninn á glasinu.

Bættu við Cointreau, ferskum lime safa, klaka og toppið með sódavatni.

Hrærið rólega saman

Skreytið með jarðarberi og basilíkulaufi.